Íslandsbanki fyrstur í fjárfestingarflokk frá 2008

30.04.2015

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi Íslandsbanka og er bankinn metinn í fjárfestingarflokki með einkunnina BBB-/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er fyrstur banka á Íslandi frá árinu 2008 til að komast í fjárfestingarflokk. Lánshæfismatið endurspeglar sterka stöðu bankans á innlendum markaði og góða eiginfjárstöðu hans. 

Í lánshæfismati Fitch kemur fram að endurskipulagning stórs hluta lánasafnsins frá árinu 2008 er nú lokið og að bankinn hafi verið varfærinn í mati á greiðslugetu viðskiptavina niðurfærðra lána. Fitch telur Íslandsbanka jafnframt vel undirbúinn undir afléttingu gjaldeyrishafta. 


Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 
„Við erum mjög stolt af því að Íslandsbanki, fyrstur banka á Íslandi frá árinu 2008, sé nú kominn í fjárfestingarflokk. Þetta mun auka aðgengi okkar að fjármögnun bæði hér á landi en ekki síst erlendis.  Þessi breyting felur í sér að mun fleiri fjárfestar geta nú keypt skuldabréf bankans sem getur svo haft áhrif á bæði eftirspurn og verðlagningu bréfanna. Með betri kjörum erlendis getur bankinn stutt enn betur við  viðskiptavini okkar sem þarfnast erlendrar fjármögnunar.   Þetta er uppskera mikillar og góðrar vinnu starfsfólks bankans sem hefur miðað að því að byggja upp framúrskarandi fyrirtæki sem eftir er tekið.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall