Íslandsbanki hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

04.06.2015

Íslandsbanki hlaut í dag Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC.  Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Í úttektinni er gerður greinarmunur á grunnlaunum, föstum launum og heildarlaunum eftir kyni og að teknu tilliti til lífaldurs, starfsaldurs, menntunar, starfaflokks, stöðu innan fyrirtækis og vinnustunda.  

Íslandsbanki hefur lagt mikla áherslu á fjölbreytni og jöfn tækifæri innan bankans og hefur með markvissum hætti aukið vægi kvenna í yfirstjórn bankans.  Ríflega helmingur stjórnenda bankans í dag eru konur. Í níu manna framkvæmdastjórn bankans eru fjórar konur og í stjórn bankans eru konur  í meirihluta. Íslandsbanki hefur lagt sérstaka áhersla á leiðtogaþjálfun, lærimeistarakerfi og markþjálfun fyrir konur í bankanum með það að markmiði að styðja við starfsþróun kvenna innan bankans.  

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar hjá Íslandsbanka að auka fjölbreytni og jafnrétti í stjórnun og starfsemi bankans. Við höfum unnið að þessu með markvissum aðgerðum á undanförnum misserum og ætlum okkur að halda áfram á þessari braut. 

Ég þekki það af eigin reynslu að fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytni og jöfn tækifæri gengur betur að byggja upp öfluga liðsheild, eru með ánægðara starfsfólk og betri fyrirtækjabrag en þau fyrirtæki sem ekki eru komin þangað. Ég hvet því stjórnendur til þess að gefa þessum málaflokki gaum í daglegum störfum sínum.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall