PCC BakkiSilicon hf. - fjármögnun lokið

10.06.2015

  • Heildarfjármagn til verkefnisins nemur um USD 300 milljónum
  • Þýski ríkisbankinn KfW IPEX Bank GmbH er aðallánveitandi verkefnisins
  • Bakkastakkur slhf., í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, fjármagnar um fjórðung verkefnisins
  • Eftirlitsstofnun EFTA hefur lokið rannsókn sinni með jákvæðum niðurstöðum
  • Bein fjárfesting í tengslum við framkvæmdir áætlaðar 5-7 milljarðar króna næstu þrjú árin
  • Framkvæmdar hefjast á Bakka á næstu vikum
  • Íslandsbanki og Summa Rekstrarfélag hf. ráðgjafar í verkefninu

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrir hönd PCC BakkiSilicon hf., hefur lokið fjármögnun á kísilmálmverksmiðju félagsins sem mun rísa á iðnaðarsvæðinu að Bakka við Húsavík. Með þessu er rekinn endahnútur á þriggja ára ferli sem hófst þegar þýska fyrirtækið PCC SE leitaði til Íslandsbanka eftir ráðgjöf vegna fjárfestingarinnar. 

Heildarfjármagn til verkefnisins nemur um USD 300 milljónum, þar af leggja íslenskir fjárfestar til USD 80 milljónir. Þýski bankinn KfW IPEX Bank GmbH („KfW“) er aðallánveitandi verkefnisins og markar verkefnið tímamót þar sem þetta er fyrsta verkefnafjármögnun af þessari stærðargráðu með þátttöku erlends banka á Íslandi um langt skeið. Framkvæmdin styður við atvinnuuppbyggingu og fjárfestingu í landinu, og þá sérstaklega í Norðurþingi, en búast má við að hún skapi um 120 störf í verksmiðjunni sjálfri. Þá eru ótalin afleidd störf.

Rúmur fjórðungur fjárfestingarinnar kemur frá fyrirtækinu Bakkastakki í formi lánsfjármögnunar og forgangshlutafjár í PCC BakkiSilicon hf., félaginu sem stofnað hefur verið utan um verkefnið. Eigendur Bakkastakks eru á annan tug lífeyrissjóða ásamt Íslandsbanka. Ráðgjafar Bakkastakks voru Summa Rekstrarfélag hf..

Verkefnið var um tíma háð fyrirvörum frá Eftirlitsstofnun EFTA varðandi samninga verksmiðjunnar við Landsvirkjun og Landsnet. Þeim fyrirvörum hefur nú verið að fullu aflétt.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við hjá Íslandsbanka erum ánægð með þennan mikilvæga áfanga í PCC BakkiSilicon verkefninu. Verkefnið er jákvætt og mikilvægt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og styður ríkulega við atvinnuuppbyggingu á norðurlandi og fjárfestingu í landinu.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall