Ný skýrsla Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög

15.06.2015
Íslandsbanki gefur út í þriðja sinn skýrslu með greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga. Leitast er við að gefa innsýn í rekstur sveitarfélaga en staða þeirra hefur verið talsvert í umræðunni þar sem mörg þeirra hafa þurft að ráðast í víðtækar aðhaldsaðgerðir og hagræðingu í rekstri á síðustu árum.
Skýrslan er unnin af Greiningu og sveitarfélagateymi Íslandsbanka og er stuðst við ársreikninga frá árinu 2014 hjá 61 sveitarfélögum sem spanna um 99% íbúa landsins.

Helstu niðurstöður:
  • Rekstrarhagnaður sveitarfélaga (A- og B-hluta) dróst saman um 19% á milli áranna 2013 og 2014
  • Samdráttur hjá Reykjavíkurborgar skýrir rúmlega helming samdráttar í rekstrarhagnaði allra sveitarfélaganna.
  • Dregið hefur úr skuldsetningu sveitarfélaganna en hlutfallið stóð í um 61% fyrir árið 2014. 
  • Rekstur 88% sveitarfélag standa undir núverandi skuldsetningu (A- og B-hluti)
  • Rekstur 77% sveitarfélaga standa undir núverandi skuldsetningu (A-hluti)
  • Fólksfjölgun hefur verið á öllum landssvæðum nema Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hafa verið að styrkjast áheildina litið allt frá árinu 2009. Flest sveitarfélaganna hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og að greiða niður skuldir. Hins vegar hafa heildarfjárfestingar og framkvæmdir sveitarfélaganna verið í lágmarki, en þó hafa nokkur sveitarfélög hafa þó byggt hjúkrunarheimili á framangreindu tímabili. Eru þau samvinnuverkefni milli ríkis og sveitarfélags þar sem ríkið gerir langtímaleigusamning við sveitarfélagið

Íbúaþróun jákvæð
Í skýrslunni kemur fram að íbúaþróun hafi verið jákvæð undanfarin tvö ár. Hlutfallsleg fólksfjölgun hefur orðið á öllum landssvæðum nema tveimur, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest var aukningin á Suðurnesjum (3,9%) en þar á eftir komu höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Vesturland. Ef horft er á síðastliðin tíu ár kemur í ljós að mesta fjölgunin á sér stað innan áðurgreindra landsvæða, þ.e. innan Suðurnesja (28,7%), höfuðborgarsvæðisins (14,7%), Suðurlands (11,8%) og Vesturlands (7,9%).

Fjárhagsleg staða sveitarfélaga landsins nokkuð góð. Samkvæmt skýrslunni bendir til rekstur 88% sveitarfélaga sé vel viðunandi og ættu að geta staðið undir núverandi skuldum og skuldbindingum. Séu niðurstöðurnar fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2014 bornar saman við árið 2013 kemur í ljós að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum hefur dregist saman að meðaltali sem skerðir, að öllu öðru óbreyttu, hæfni sveitarfélaga til að standa undir afborgunum lána.

Skýrsluna má nálgast hér.

 


 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall