Íslandsbanki í fjárfestingarflokk samkvæmt mati S&P

21.07.2015 - Kauphöll

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfismati Íslandsbanka í BBB-/A-3 með stöðugum horfum.

Hækkunin endurspeglar það mat S&P að rekstrarskilyrði Íslandsbanka, sem og annarra íslenskra viðskiptabanka, fari batnandi.

Að mati S&P endurspeglar lánshæfismat Íslandsbanka sterkt eiginfjárhlutfall og rekstrarafkomu, og sterka lausafjárstöðu.

Hækkun lánshæfismats var tekin í kjölfar skoðunar S&P á íslensku bankakerfi og byggir hún á mati þeirra um að dregið hafi úr efnahagslegri áhættu í íslenska hagkerfinu og væntingum um bætt lánshæfi og framtíðarstöðugleika. S&P gerir ráð fyrir takmörkuðum viðbótar áhrifum fjármálakreppunnar 2008 á lánshæfi bankans. S&P leit einnig til hækkunar lánshæfismats íslenska ríkisins sem merki um aukið jafnvægi og bætt skilyrði bankakerfisins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Þessi niðurstaða er í takt við væntingar okkar í ljósi hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á þeim árangri sem hefur náðst, bæði í íslensku efnahagslífi sem og í endurskipulagningu lánasafns bankans. Lánshæfismat í fjárfestingarflokk frá Fitch og nú Standard & Poor‘s mun hafa jákvæð áhrif á aðgengi okkar að erlendu fjármagni og gera okkur kleift þjónusta viðskiptavini okkar enn betur og uppfylla framtíðarsýn bankans um að vera númer 1 í þjónustu.“

Lánshæfismat Íslandsbanka:

  S&P   Fitch 
Langtíma einkunn  BBB- BBB-
Skammtíma einkunn  A-3  F3
Horfur Stöðugar Stöðugar

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall