Steðjar bönkum ógn af hópfjármögnun?

16.09.2015

Íslandsbanki stendur fyrir spennandi fundi á morgun fimmtudag í útibúi Íslandsbanka á Granda. Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. Fjallað verður um hópfjármögnun og P2P fjármögnun í fundaröð Íslandsbanka; „Hvað geta bankar lært af öðrum?“ á morgunfundi á morgun, fimmtudag kl. 8:15. 

Á síðustu tveimur árum hafa sífellt fleiri sjóðir og fyrirtæki á sviði hópfjármögnunar og annarrar óhefðbundinnar fjármögnunar komið fram á sjónarsviðið. 

Ný lána- og fjármögnunarform

Fyrirtæki á borð við Kickstarter, Indiegogo og Crowdfunder hafa vaxið gríðarlega hratt á stuttum tíma og hafa vakið bankana vestanhafs upp af værum blundi. Hér á Íslandi hefur Karolina Fund verið leiðandi á sviði hópfjármögnunar og eru verkefnin sem þar hafa verið fjármögnuð afar fjölbreytt. 

P2P fjármögnun í miklum vexti

Á sama tíma hafa svokölluð Peer-to-Peer (P2P) fjármögnunarfyrirtæki einnig látið til sín taka og má þar nefna Lending Club og Prosper í Bandaríkjunum. Í stuttu máli þá virka fyrirtækin sem milliliður um fjármögnun verkefna og fjárfestinga fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Vöxtur þeirra hefur verið ævintýralegur og sem dæmi þá hafa ofangreind fyrirtæki samtals haft milligöngu um lánveitingar að andvirði margra milljarða dollara frá stofnun.

Stafar bönkum ógn af slíkum fyrirtækjum?

Bankar og fjármálafyrirtæki standa því frammi fyrir áleitnum spurningum um það hvort þeim steðji ógn af slíkum fyrirtækjum eða hvort þarna kunni að leynast tækifæri. Geta bankar unnið með slíkum fyrirtækjum með einhverjum hætti?

Nýta tækni og samfélagsmiðla til að fylla upp í tómarúm á markaði

Hóp- og P2P fjármögnunarfyrirtæki sáu tækifæri á markaðnum í kjölfar fjármálakreppunnar til að fylla upp í ákveðið tómarúm. Á sama tíma nýttu þau sér hraða tækniþróun og samfélagsmiðla til þess að tengja saman fyrirtæki, lántaka, fjárfesta og lánveitendur á gagnvirkan og einfaldan hátt.

Við ætlum einmitt að velta þessum spurningum upp næstkomandi fimmtudag og fá tvo aðila með mikla þekkingu úr nýsköpunar- og frumkvöðlaheiminum til þess að taka umræðuna í útibúi Íslandsbanka á Granda, þau Inga Rafn Sigurðsson frá Karolina Fund og Helgu Valfells hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Það má búast við skemmtilegri umræðu sem verður streymt í beinni á netinu samstarfi við Nútímann.

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall