Ljónin í veginum

29.09.2015

Ljónin í veginum er yfirskrift opins fundar sem Íslandsbanki býður til ásamt Ungum athafnakonum á fimmtudaginn, 1. október, kl. 17:00, á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarefnið er staða ungra kvenna í atvinnulífinu og þær hindranir sem verða á vegi þeirra.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, flytur aðal erindi fundarins um hvernig það var að stíga sín fyrstu skref innan fjármálageirans. Í kjölfarið verða umræður þar sem því verður m.a. velt upp hvort eitthvað hafi breyst á undanförnum árum, helstu áskoranir ungra kvenna og hvort reynslan hafi kennt okkur eitthvað.

Þátttakendur í umræðum eru Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum og Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

Fundurinn hefur vakið mikla athygli ef marka má skráningu en á fimmta hundrað manns hafa boðað komu sína á hann. Enn er hægt að skrá sig til þátttöku með því að smella hér. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall