Hvað er þetta Bitcoin?

30.09.2015

Á morgun, fimmtudaginn 1. október, verður haldinn fjórði fundurinn í fundaröðinni „Hvað geta bankar lært af öðrum?“.   Fundaröðin er haldin í tilefni að 20 ára afmæli Netbanka Íslandsbanka og þar við veltum því upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. 

Í þetta sinn er röðin komin að umfjöllun um Bitcoin og hvaða áhrif tilkoma þess kann að hafa á fjármálafyrirtæki og viðskipti almennt. 

Á fundinum mun Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Appvise og áhugamaður um Bitcoin vera með framsögu og að henni lokinni mun Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins ræða við Gísla um málið og stýra umræðum.  

Skráning á fundinn fer hér

Fundurinn sem er öllum opinn fer fram í útibúi Íslandsbanka á Granda, Fiskislóð 10, og hefst hefst kl. 8:15

Þeir sem til þekkja hafa bent á að tilkoma Bitcoin feli í sér urmul tækifæra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn og að tækifærin séu í raun stærri en menn gera sér grein fyrir í dag.  Sumir hafa jafnvel líkt Bitcoin tækninni við tilkomu Internetsins og að tæknin marki því þáttaskil í fjármálastarfsemi og í raun öllum viðskiptum.  

Framundan er því spennandi fundur sem verður streymt í samstarfi við Nútímann. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall