Íslandsbanki tryggir aðgengi fyrir hreyfihamlaða

13.10.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Íslandsbanki, MND félagið, SEM og Sjálfsbjörg skrifuðu í morgun undir yfirlýsingu um að aðgengi hreyfihamlaðra verði tryggt á opna viðburði Íslandsbanka og VÍB. Með þessu vill bankinn bjóða hreyfihamlaða sérstaklega velkomna á viðburði bankans og forðast að hýsa opna fundi þar sem aðgengi er ábótavant. Fulltrúar MND félagsins, SEM og Sjálfsbjargar munu verða Íslandsbanka og VÍB innan handar svo sem best takist til. Íslandsbanki og VÍB hvetja aðra til að fylgja þessu fordæmi og tryggja að þessi mál séu í lagi. Fulltrúar hreyfihamlaðra ætla að fjölmenna á opinn fund VÍB í Hörpu 20. október þar sem vel verður tekið á móti þeim.

Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar:

„Þetta framtak Íslandsbanka er til fyrirmyndar og skora ég á önnur fyrirtæki að fara sömu leið þegar þau halda sína viðburði."

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
„Okkur finnst í raun sjálfsagt mál að opnir viðburðir bankans séu raunverulega opnir öllum. Aðgengi verður að vera gott bæði fyrir gesti og framsögumenn og aðstaðan sómasamleg. Við vonum að þessi yfirlýsing verði hvatning fyrir önnur fyrirtæki."

 

Á myndinni:
Efri röð frá vinstri: Björn Berg Gunnarsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Tryggvi Friðjónsson. 
Neðri röð frá vinstri: Brandur Bjarnason Karlsson, Guðjón Sigurðsson, Birna Einarsdóttir, Bergur Þorri Benjamínsson, Arnar Helgi Lárusson 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall