Íslandsbanki samstarfsaðili Iceland Tourism Investment

22.10.2015

Íslandsbanki hefur skrifað undir samstarfssamning við Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition. Ráðstefnan og sýningin verður haldin í fyrsta sinn í Hörpu dagana 29. febrúar til 1. mars. Íslandsbanki hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu hérlendis og lítur á ráðstefnuna sem góðan vettvang til umræðna um enn öflugri og hagkvæmari ferðaþjónustu.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu rekstraraðila, fjárfestingasjóða, banka, stofnanda og fjárfesta á öllum þáttum sem við koma rekstri og fjárfestingum í ferðaþjónustu, efla faglega umræðu og styðja við alla uppbygginu í greininni. Á sýningunni munu birgjar ferðaþjónustunnar kynna nýjustu vörur og starfsemi. 

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka

„Við erum mjög ánægð að vera þátttakendur í Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition þar sem við munum nýta tækifærið til að læra af reynslu annarra og miðla okkar. Núna þegar við sjáum fram á áframhaldandi fjölgun ferðamanna er mikilvægt að við vöndum til verka og ræðum fjölbreytta ferðaþjónustu til að styrkja greinina enn frekar.“ 

Á myndinni eru, frá vinstri, Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Viktoría Sveinsdóttir, stofnandi og forstjóri Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition og Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall