VÍB endurnýjar samning við Víking Heiðar

05.11.2015

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka hefur endurnýjað samning við Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara. Víkingur Heiðar er einn af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir tónleika sína nú á haustmánuðum. Markmiðið með stuðningi VÍB við Víking Heiðar er að styðja hann sem listamann en Víkingur Heiðar mun standa fyrir fræðslufundum og tónleikum fyrir viðskiptavini VÍB.


Víkingur Heiðar lauk námi frá Julliard og hefur komið fram víða um heim. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn og meðal annars verið valinn Flytjandi ársins þrisvar sinnum á Íslensku tónlistarverðlaunum. Víkingur hefur unnið með framúrskarandi tónlistarfólki, frumflutt fjóra íslenska píanókonserta og gefið út þrjá geisladiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB:

„Við höfum starfað með Víkingi Heiðari undanfarin tvö ár og hefur það samstarf verið sérlega ánægjulegt. Það er okkur hjá VÍB sannur heiður að styðja við feril Víkings Heiðars og fá um leið að leyfa viðskiptavinum að njóta verka hans."

Víkingur Heiðar Ólafsson:

„Samstarfið hefur verið farsælt og skemmtilegt, ég hef notið þess að spila og kynna músík fyrir VÍB og gleðst yfir endurnýjun samstarfsins."

Um VÍB:

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.

VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.


Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall