45.000 manns á "Hvað ef?"

01.12.2015

Skemmtifræðslan „Hvað ef” var sett þrisvar sinnum á svið í Eldborg í Hörpu í gær en nú hafa 45.000 manns séð sýninguna á undanförnum tíu árum. „Hvað ef?“ skemmtifræðslan er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu á skemmtilegan hátt. Farið er yfir staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira. Markmið með sýningunni er að sýna unglingum fram á að þeir hafi vel og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Eftir að síðustu sýningu lauk í gær stigu á svið stelpurnar úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á dögunum og vöktu verðskuldaða athygli. Leikararnir sem setja upp sýninguna „Hvað ef?“ eru Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gunnar Sigurðsson sá um leikstjórn.

Á síðustu tíu árum hefur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu staðið til boða að sækja sýninguna og hafa viðbrögðin verið mikil. Íslandsbanki hefur verið stoltur bakhjarl sýningarinnar síðustu fjögur ár.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Sýningin er bæði sláaandi og skemmtileg og hefur áhrif á unga sem aldna. Umræðan sem hefur skapast eftir sýningar sýnir hversu hugrakkt og opinskátt ungt fólk er i dag. Við hjá Íslandsbanka erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og viljum láta gott af okkur leiða í íslensku samfélagi.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall