Islandsbanki hf. : Stækkun á skuldabréfaútgáfu í evrum að upphæð 125 milljón evrur

02.12.2015 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur stækkað 100 m. evra skuldabréfaflokk sinn á gjalddaga 2018 að upphæð 125 milljón evrur (17,6 milljarðar króna), sem er 6. erlenda útgáfa bankans á þessu ári.

Skuldabréfin eru til tæplega þriggja ára og bera 2,875% fasta vexti, sem jafngildir 290 punkta álag yfir fljótandi vexti í evrum. Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fjárfesta af Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu og Bretlandi.

Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 11. desember 2015.

Útgáfan er gefin út undir 750 m. evra Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út skuldabréf í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla www.islandsbanki/fjárfestatengsl.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Bank of America Merrill Lynch, Citigroup, og Deutsche Bank AG.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Með 125 milljón evra útgáfunni höldum við áfram að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans, en stækkun flokksins úr 100 m. evra í 225 m. evrur eykur seljanleika hans. Alls hefur bankinn gefið út erlend skuldabréf að andvirði 225 m. evra, 600 m. sænskra króna og 500 m. norskra króna frá ársbyrjun 2015. Góð eftirspurn eftir bréfum bankans endurspeglar traust fjárfesta á Íslandsbanka og því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall