Íslandssjóðir stofna sértryggða sjóði

04.12.2015 - Fréttir Íslandssjóðir

Íslandssjóðir hafa stofnað tvo nýja fjárfestingarsjóði sem fjárfesta að stærstum hluta í sértryggðum skuldabréfum. Annar sjóðurinn mun fjárfesta í blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum en hinn sjóðurinn fjárfestir einungis í verðtryggðum skuldabréfum.

Sértryggð skuldabréf eru útgefin af viðskiptabönkum og eru tryggð með undirliggjandi tryggingasafni til viðbótar við ábyrgð útgefanda. Skuldabréfin njóta þannig sérstakra tryggingaréttinda sem gerir þau áhættuminni fyrir fjárfesta. Í dag eru útgefendur sértryggðra skuldabréfa þrír talsins, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, og nýta þeir sértryggðar útgáfur til þess að fjármagna íbúðalán. Markaður með sértryggð skuldabréf hefur vaxið umtalsvert á síðustu misserum og eru útgáfur bankanna þriggja komnar yfir 100 ma. kr. en skuldabréf fyrir yfir 50 ma. kr. hafa verið gefin út á þessu ári.

Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða: 
„Við höfum mikla trú á uppbyggingu markaðs með sértryggð skuldabréf og teljum að nú sé góð tímasetning til að fara með auknum krafti inn á þann markað. Íslandssjóðir eru leiðandi á skuldabréfamarkaði og eru nýju sjóðirnir að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármögnun húsnæðislána“.

Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði sjóðastýringar með yfir 100 milljarða króna í stýringu í skuldabréfasjóðum félagsins. Íslandssjóðir er dótturfélag Íslandsbanka og má nálgast nánari upplýsingar um nýju sjóðina hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440-4900.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall