Nýtt félag fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu

18.12.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Eldey TLH, sem mun fjárfesta í íslenskri ferðaþjónustu. Arev og VÍB sjá um rekstur félagsins sem er í eigu fagfjárfesta og einkafjárfesta. Eldey mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og stefnt er að fjárfestingum í 7-10 kjarnafélögum.

Stærð félagsins við stofnun nemur þremur milljörðum króna en stefnt er að stækkun á næstu mánuðum. Áætlað er að skrá félagið á markað eftir 4-6 ár. Fyrstu tvær fjárfestingar Eldeyjar eru í Norðursiglingu og í Fontana en fjárfest er í félögum með rekstrarsögu og gott tekjustreymi. Framkvæmdastjóri Eldeyjar er Hrönn Greipsdóttir en hún hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu

Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar:

„Eldey er áhrifafjárfestir sem hefur það að markmiði að vaxa með fjárfestingum sínum. Við horfum til félaga með þekkta og heilbrigða rekstrarsögu þae sem lögð er áhersla á samstarf við reynslumikla stjórnendur. Afþreyingarfyrirtækin gegna lykilhlutverki í ferðaþjónustunni en hingað til hafa fjárfestar aðallega beint sjónum sínum að samgöngum og hótelum. Við sjáum stór tækifæri í þessum milkilvæga geira ferðaþjónustunnar.”

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB:

„Íslandsbanki hefur tekið þátt í framtíðarstefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi og vill áfram byggja upp öfluga atvinnugrein. Íslandsbanki er bakhjarl Startup Tourism og Iceland Tourism Investment ráðstefnunnar og vinnur þetta allt vel saman að því markmiði. Það er ánægjulegt að sjá nýtt félag styðja við íslenska ferðaþjónustu og við erum bjartsýn á framtíðarvöxt.“

Í stjórn félagsins sitja:

  • Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans
  • Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir
  • Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia
  • Arnar Þórisson, fjárfestir

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall