Birna Einarsdóttir hlýtur FKA Viðurkenninguna 2016

30.01.2016

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hlaut FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) Viðurkenninguna 2016.

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Dómnefnd, skipuð af FKA, velur þær konur sem hljóta viðurkenningar félagsins hverju sinni en Hvatningarviðurkenningin og Þakkarviðurkenningin voru einnig veittar.

Í orðum dómnefndar kom meðal annars þetta fram:

Undanfarin ár hefur Birna hefur verið óeigingjörn við að miðla reynslu sinni til bæði karla og kvenna sem vilja láta til sín taka í viðskiptum eða annars staðar í samfélaginu. Sérstaka áherslu hefur hún lagt á starfsþróun kvenna innan Íslandsbanka og hafa konur innan bankans m.a. haft aðgang að lærimeistara með það að markmiði að efla þær til frekari starfa í atvinnulífinu.

Birna var innanbúðar í bankakerfinu á krefjandi umbrotatímum í íslensku efnahagslífi. Þegar hún tók við stjórnartaumunum í Íslandsbanka einsetti hún sér að þjappa starfsmönnum saman og telja í þá kjark. Saman lögðu allir sig fram við að greiða úr þeim fjölmörgu verkefnum sem lágu fyrir. Með slíkri stjórnun ávann hún sér virðingu og traust viðskiptavina og samstarfsfólks. Birnu er lýst sem metnaðarfullum og um leið mannúðlegum stjórnanda.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall