Fimm frumkvöðlar hlutu styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

10.02.2016

Fimm frumkvöðlar fengu í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. 
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður árið 2008. Íslandsbanki leggur til Frumkvöðlasjóðsins 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans. Staða sjóðsins er afar sterk og úthlutar hann allt að 20 milljónum króna á ári.

Þeir frumkvöðlar sem hlutu styrk voru:

BMJ Energy ehf. 
BMJ energy býður upp á heildarlausnir á sviði lítilla vatnsaflsvirkjana, sem dags daglega eru kallaðar heimarafstöðvar eða örvirkjanir. BMJ vinnur að því að þróa ódýran en jafnframt áreiðanlegan stýribúnað fyrir slíkar stöðvar með það að markmiði að hámarka nýtilegt afl og um leið auka rekstraröryggi virkjananna. 

ISL Lifraskurður
Hugmyndin byggir á að skilja lifur frá innyflum þorsks, ýsu og ufsa. Frumkvöðullinn byrjaði með mjög einfalt tæki sem vann mjög vel á besta tíma, eða þegar flotið var mjög gott í lifrinni. Þegar kom fram í maí mánuð kom í ljós að tækið virkaði ekki jafn vel og þá var hafist handa við að gera nýja græju sem réð við lifur allan ársins hring. 

Margildi ehf.
Margildi er sprotafyrirtæki sem hefur á undanförnum tveimur árum unnið að þróun nýrrar og einstakrar vinnsluaðferðar, svokallaðrar hraðkaldhreinsunar, sem gerir kleift að kaldhreinsa lýsi úr uppsjávarfisktegundunum makríl, síld og loðnu. Hraðkaldhreinsitækni Margildis gerir unnt að kaldhreinsa lýsið á skilvirkan og hagkvæman hátt og fullhreinsa þannig fyrrnefnt lýsi til manneldis.  

Rannsóknir á súrnun sjávar
Súrnun sjávar er eitt af alvarlegustu umhverfisvandamálunum sem Ísland stendur frammi fyrir en vegna aðstöðuleysis hefur ekki verið mögulegt að rannsaka áhrif súrnunar sjávar á þær lífverur sem finnast á íslenskum hafsvæðum til þessa. Styrkurinn frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka verður nýttur til þess að fjármagna uppbyggingu á tilraunaaðstöðu hjá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Markmið verkefnisins er að skapa hágæða tilraunaaðstöðu sem mun nýtast til nauðsynlegrar þekkingarsköpunar innanlands og skal aðstaðan vera eftirsóknarverð hjá erlendum vísindamönnum.

Lúxdís ehf 
Lúxdís ehf. þróar exem plástur sem er ný íslensk vara sem samanstendur úr náttúruperlum sjávar og lands án allra óæskilegra efna. Um er að ræða gel framleitt úr Íslensku sjávarkollageni, kísil frá geosilica og jurtum. Gelið er borið á húðina sem myndar verndarlag líkt og plástur en það nærir sködduðu húðina ásamt því að verja hana gegn núning frá fatnaði. 

Stefna Íslandsbanka er að vera leiðandi á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku og er Frumkvöðlasjóðurinn mikilvægur vettvangur til að styðja við nýsköpun í greinunum. 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall