Íslandsbanki gefur út áhættuskýrslu

24.02.2016

Íslandsbanki hefur nú gefið út Áhættuskýrslu (Pillar 3 Report) fyrir árið 2015. Skýrslan veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2015 og helst lausafjár- og eiginfjárstaða bankans sterk.

Gæði lánasafnsins halda áfram að aukast
Erfiðleikalán, þ.e. lán sem hafa annaðhvort verið virðisrýrð eða eru í meira en 90 daga vanskilum, hafa lækkað úr 3,5% niður í 2,2% sem hlutfall af útlánasafninu. Í samanburði við Evrópska banka mælist Íslandsbanki þannig meðal þeirra 25% bestu samkvæmt samantekt Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA).

Hækkun á lágmarkseiginfjármarkmiðum bankans
Stjórn Íslandsbanka hefur ákveðið að hækka lágmarkseiginfjárhlutfall bankans úr 18% í 23% af áhættugrunni til skemmri tíma. Hækkunin byggist annars vegar á auknum kröfum eftirlitsaðila en einnig á þeirri skoðun bankans að skynsamlegt sé að eiga umtalsverðan eiginfjárauka til að takast á við óvissu í tengslum við afnám gjaldeyrishafta.

Ójöfnuðir bankans eru innan hæfilegra marka
Ójöfnuðum bankans er stýrt innan hæfilegra marka og hafa því óvæntar sveiflur í gengi gjaldmiðla, vöxtum og verðbólgu tiltölulega lítil áhrif á bankann.

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar:
„Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf. Áhættuskýrslan veitir innsýn inn í þær aðferðir sem bankinn beitir við mat á áhættu sem og fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Skýrslan endurspeglar það gagnsæi sem Íslandsbanki leggur áherslu á í störfum sínum. Ég vona að skýrslan reynist aðgengileg bæði fyrir þá sem vilja fá innsýn inn í hvernig bankinn mælir og stýrir áhættu, sem og þá sérfræðinga sem vilja fá dýpri skilning á áhættustöðu bankans.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall