Ferðaþjónustuskýrsla Íslandsbanka komin út í annað sinn

29.02.2016

Greining Íslandsbanka spáir 29% aukningu í fjölda ferðamanna til Íslands á árinu 2016. Að teknu tilliti til meðal dvalartíma ferðamanna eru hér á landi tæplega 30 þúsund ferðamenn á degi hverjum allt árið. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónustuskýrslu Greiningar og Fyrirtækjasviðs Íslandsbanka. Skýrslan var kynnt í Hörpu í morgun við upphaf ráðstefnunnar Iceland Tourism Investment Conference and Exhibition. Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynntu skýrsluna. Hér má sjá skýrsluna í heild.

Þetta er í annað sinn sem Íslandsbanki gefur út skýrslu um ferðaþjónustuna sem er ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í greininni og ef fram heldur sem horfir verða á Íslandi um 16 ferðamenn á hvern ferkílómetra miðað við spá Greiningar um fjölda ferðamanna. Tækifærin og áskoranir eru margar og Íslandsbanki leggur mikla áherslu á fræðslu fyrir viðskiptavini og að starfsmenn miðli af sinni sérþekkingu til þeirra. Það er von okkar að skýrslan reynist gagnleg viðbót við þá þekkingu sem fyrir er í þessari öflugu atvinnugrein.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall