Íslandsbanki hlýtur þekkingarverðlaun FVH

21.03.2016

Íslandsbanki hefur verið valið þekkingarfyrirtæki ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir framúrskarandi árangur í mannauðsmálum. Þema verðlaunanna í ár er „Mannauðsmál í víðum skilningi” og voru Kolibri og Reiknistofa bankanna einnig tilnefnd til verðlaunanna.

Fram kemur í niðurstöðum dómnefndar að bankinn reki öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn sína og hafi verið brautryðjandi með verkefni eins og lærimeistaraverkefni sitt sem hafi skilað miklum árangri. Tekist hafi að skapa mikið starfsöryggi i bankanum á skömmum tíma eftir hrun.

Þekkingarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Sjóminjasafni Reykjavíkur þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin.

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka:

„Það er mikill heiður að fá viðurkenningu FVH fyrir störf okkar í mannauðsmálum. Við höfum lagt áherslu á að virkja starfsfólk til þátttöku í mótun bankans og að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu. Það er einstakt að vinna með svona samheldnum hópi starfsfólks sem keppir að sameiginlegu markmiði um að vera númer eitt í þjónustu. Bankinn hefur ávallt lagt metnað sinn í að bjóða starfsfólki upp á gott starfsumhverfi sem hefur skilað sér í mikilli starfsánægju og góðum starfsanda“

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall