Startup Tourism verkefnin kynnt

11.04.2016

Verkefni þeirra 10 sprotafyrirtækja sem valin voru í Startup Tourism 2016 voru kynnt á Demo Day Startup Tourism í Bláa lóninu í föstudaginn. Startup Tourism er samstarfsverkefni Íslandsbanka, Isavia, Bláa lónsins og Vodafone, sem fjármagna verkefnið.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem fer fram í fyrsta sinn og hófst 1. febrúar sl. í Reykjavík. Fyrirtækin tíu hafa á þessum tíma þróað áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga og nú er komið að því að sýna afraksturinn.

Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, fluttu erindi í upphafi dagskrár. Því næst flutti Steinarr Lár, forstjóri Kuku Campers, erindi. Að erindum loknum voru verkefni sprotafyrirtækjanna kynnt.Sprotafyrirtækin 10 voru valin úr hópi 74 umsókna sem bárust í samkeppnina. Þau eru:

• Adventurehorse Extreme: Krefjandi kappreið um landið fyrir reynda knapa.

• Arctic Trip: Nýstárleg ferðaþjónusta á og í kringum Grímsey.• Bergrisi: Hugbúnaðar- og tæknilausn fyrir þjónustusala svo gera megi bæði sölu- og afgreiðsluferli sjálfvirkara.

• Book Iceland: Heldur utan um bókunarkerfi fyrir gistiheimili og smærri hótel.

• Happyworld: Mun nýta rokið til að bjóða upp á svifíþróttaferðir.

• Health and Wellness: Heilsutengd ferðaþjónusta um Vesturland þar sem hlúð er að líkama og sál.

• Jaðarmiðlun: Kynning á álfum og huldufólki á tímamótasýningu sem byggð er á íslenskum sagnaarfi.

• Náttúrukúlur: Býður ferðamönnum upp á gistingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upplifa náttúruna og skoða stjörnur og norðurljós.

• Taste of Nature: Dagsferðir þar sem íslensk náttúra, matarupplifun og tengsl við heimamenn eru í forgrunni.

• Traustholtshólmi: Sjálfbær dvöl á óspilltri eyju í Þjórsá.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall