Íslandsbanki flytur höfuðstöðvar í Norðurturninn

16.04.2016

Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. Með þessari breytingu verður starfsemi höfuðstöðva, sem í dag fer fram á fjórum stöðum, sameinuð undir einu þaki þar sem 650 starfsmenn munu starfa. Mikil hagkvæmni fylgir sameiningunni en samanlagður fermetrafjöldi höfuðstöðvastarfsemi fer úr 13.900 í 8.600 fermetra í Norðurturninum.

Um hríð hefur legið fyrir að sameina starfsemi bankans í nýjum höfuðstöðvum. Íslandsbanki mun áfram vera leiðandi í stafrænni þjónustu og eru nýjar og framsæknar höfuðstöðvar liður í efla þróun bankans og sókn á markaði.

Nýtt útibú bankans mun jafnframt opna á 1. hæð Norðurturnsins í nóvember en sú vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Þar hefur legið fyrir að sameina útibúin í Þarabakka, Digranesvegi og Garðatorgi í eitt útibú í Norðurturni.

Eins og komið hefur fram áður hafa fundist rakaskemmdir í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi. Viðamiklar rannsóknir hafa staðið yfir á húsnæðinu ásamt því að það hefur verið hreinsað með það að markmiði að lágmarka áhrif á starfsfólk. Fylgst er vel með loftgæðum í húsinu sem koma vel út en ljóst er að fara þarf í töluverðar endurbætur á húsnæðinu. Unnið er með verkfræðistofunni EFLU að rannsóknum ásamt finnska ráðgjafafyrirtækinu Vahanen .

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við höfum beðið lengi eftir að geta sameinað alla höfuðstöðvastarfsemi bankans  á einum stað. Vegna aðstæðna á Kirkjusandi flýtum við þessum áformum okkar og sjáum mikil tækifæri í hinum nýja höfuðstöðvum. Bankinn vill vera framsýnn í starfsemi sinni og við munum nú, undir einu þaki, geta boðið starfsfólki og viðskiptavinum upp á enn betri þjónustu.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall