Islandsbanki hf. : Fitch Ratings staðfestir óbreytt lánshæfismat Íslandsbanka BBB-/F3

21.04.2016 - Kauphöll

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir Íslandsbanka. Bankinn er metinn í fjárfestingarflokki með einkunnina BBB-/F3 með stöðugum horfum.

Fitch segir að mikið hafi áunnist í rekstri bankans síðasta árið og rekstrarumhverfi batnað töluvert. Bankinn starfi þó í litlu hagkerfi sem sé enn undir gjaldeyrishöftum Fram kemur í rökstuðningi Fitch að eiginfjár- og lausafjárhlutföll séu sterk og að vanskilahlutfallið hafi lækkað milli ára.

Endurskipulagningu á lánasafni sé nú lokið, ennfremur að hverfandi hluti endurskipulagðra lána hafi aftur farið í vanskil. Vanskilahlutfall Íslandsbanka við árslok var 2,2% samanborið við 3,5% árið á undan. Þessi árangur setur bankann í flokk þeirra 25% evrópskra banka sem hafa hvað lægst vanskilahlutföll.

Ennfremur tiltaka þeir að lausafjárhlutföll og vogunarhlutfall séu vel í samanburði við sambærilegar erlendar fjármálastofnanir og bankinn sé vel í undirbúinn fyrir losun fjármagnshafta sem stefnt er að á næstu misserum.

Aukin áhættusækni í útlánum hér og erlendis, tilslakanir í lausafjárstýringu bankans og alvarleg áföll í rekstrarumhverfi hans sem gætu haft áhrif á gæði lánasafns gætu eins verið til lækkunar á lánshæfismati bankans.

Það sem gæti komið til hækkunar á lánshæfismati bankans væri áframhaldandi ábyrg stefna í útlánum, batnandi gæði lánasafns og nægt laust fé. Eins að mál tengd gjaldeyrishengju og afléttingu hafta verði leyst farsællega og stöðugleiki verði í rekstrarumhverfi bankans í framhaldi af því.

Fitch - Lánshæfismat staðfest BBB- / F3

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall