Breyting á þjónustu kortatrygginga

26.04.2016

Íslandsbanki hefur nú gert samkomulag við VÍS varðandi þjónustu kortatrygginga bankans næstu tvö ár.

Samningurinn tekur gildi 01.05.16 og verður þá breyting á fyrirkomulagi kortatrygginga hjá Íslandsbanka. Sjóvá tekur að sér uppgjör vegna tjónsatvika sem kunna að eiga sér stað til og með 30.04.16. Tjónsatvik sem eiga sér stað frá og með 01.05.16 eru í höndum VÍS.

Ákvörðunin er byggð á verðkönnun sem Íslandsbanki framkvæmdi þar sem óskað var eftir tilboði frá öllum tryggingarfélögunum.

Íslandsbanki vill árétta að engin breyting verður á skilmálum ferðatrygginga, bótafjárhæðum né eigin áhættu.

Alþjóðleg neyðarþjónusta SOS verður áfram með óbreyttu sniði. Hjá Íslandsbanka getur þú nálgast Neyðarkortið sem gott er að hafa meðferðis á ferðalögum en á því eru allar nauðsynlegar upplýsingar um neyðarþjónustuna.

VÍS státar af öflugu þjónustuneti um land allt svo viðskiptavinir Íslandsbanka munu hvarvetna fá fyrsta flokks þjónustu. Hægt er að hafa samband við VÍS í síma 560-5000, með tölvupósti á netfang þeirra vis@vis.is, með netspjalli á vefsíðu þeirra www.vis.is eða í gegnum helstu samfélagsmiðla.

Ef eitthvað er óljóst bendum við þér á að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 440-4000, með tölvupósti á netfang okkar islandsbanki@islandsbanki.is eða með því að heimsækja eitt af okkar útibúum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall