Mikilvægi jarðvarma fyrir Ísland

28.04.2016

Ísland hefur sérstöðu þegar horft er til endurnýjanlegrar orku og orkumála. Á meðan fjölmörg ríki eru að keppast við að bæta orkuöryggi sitt til lengri tíma er 85% af heildarorkunotkun á Íslandi frá innlendum grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum í formi vatnsfalla og jarðvarma, sem er einstakt á heimsvísu.

En þetta var ekki alltaf svona. Frá því að jarðvarminn var fyrst nýttur til húshitunar í Mosfellsbæ árið 1908, hefur Ísland farið úr því að vera eitt fátækasta land Evrópu, í að vera eitt þeirra landa sem nýtur hvað mestra lífsgæða í heiminum, og er þetta að miklu leyti að þakka framsýni Íslendinga og nýtingu jarðvarmaauðlinda landsins.

Í umræðunni um orkumál Íslands vill efnahagslegt mikilvægi jarðvarmans fyrir Ísland oft gleymast. Þrátt fyrir efnahagsáföll og óstöðugleika í efnahagsmálum í gegnum síðustu áratugi er óhætt að fullyrða að staða íslensks almennings og efnahagslífs væru mun veikari ef ekki nyti við þeirra gríðarlegu verðmæta sem jarðvarminn færir okkur á hverju ári í formi „Jarðvarmasparnaðar“. Stærsti einstaki liðurinn í efnahagslegri greiningu á nýtingu jarðvarma er einmitt sá áætlaði sparnaður af því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu eins og áður var gert. Oft er talað um þjóðhagslegan ávinning af nýtingu jarðvarma með því að meta þann kostnað sem að landsmenn komast hjá með því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu. Við hjá Íslandsbanka köllum þetta „Jarðvarmasparnað“. Samkvæmt Orkustofnun er Jarðvarmasparnaður sl. 40 ára um 1.630 milljarðar króna, eða um 5 milljónir króna á hvern núlifandi Íslending. Meðaltals Jarðvarmasparnaður sl. 10 ára er um 80 ma.kr. á ári!

Ljóst er að framsýni Íslendinga í jarðvarmamálum hafi spilað stórt hlutverk í að leggja grunnin að efnahagalegri velsæld Íslands. Þess vegna höfum við hjá Íslandsbanka mikinn áhuga á þessu málefni. 

Þekking sprettur af áhuga.

Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður Orkumála hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall