Deiliskipulag á Kirkjusandi samþykkt

03.05.2016

Nýtt deiliskipulag fyrir Kirkjusandsreit var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þá á Skipulagsstofnun eftir að staðfesta skipulagið, en hún hefur 2-3 vikur til að afgreiða það. Nýtt deiliskipulag tekur gildi þegar það hefur verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda, sem verður að öllum líkindum í kringum næstu mánaðarmót. Þegar nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi getur áframhaldandi þróunar- og söluferli á lóðum Íslandsbanka á Kirkjusandsreit haldið áfram.

Ný aðalgata mun liggja um reitinn endilangan milli Sæbrautar og Laugarnesvegar, samsíða þeim báðum. Þessi nýja aðalgata hefur nú þegar fengið nafnið Hallgerðargata, í höfuðið á Hallgerði Langbrók sem bjó á Laugarnesi með öðrum manni sínum, Glúmi. Eftir víg Glúms eignaðist Hallgerður allt Laugarnesið og er sögð grafin þar, segir í fundargerð nafnanefndar Reykjavíkurborgar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall