Icelandic Ibérica í söluferli

17.05.2016

Stjórn Icelandic Group hf. hefur ákveðið að hefja opið söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandic Ibérica á Spáni. Salan er liður í þeirri stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda og endurskipuleggja rekstur Icelandic Group. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um opið söluferli alls hlutafjár í Icelandic Ibérica S.A.

Icelandic Ibérica S.A., eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group, er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi ásamt ýmsu öðru frosnu sjávarfangi. Félagið selur sjávarafurðir til meira en 4.000 viðskiptavina í fimm löndum í Suður-Evrópu. Tekjur Icelandic Ibérica á síðasta ári námu ríflega 100 milljónum evra og starfsmenn eru um 140 talsins.

Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupunum á Icelandic Ibérica. Icelandic Group mun áfram eiga vörumerkið Icelandic Seafood™ en kaupandi hefur rétt til notkunar á því í Evrópu (helstu markaðssvæðum Icelandic Ibérica).

Áhugsömum aðilum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið iberica@islandsbanki.is eða í síma 440 4000.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall