Kaupsamningur um Frumherja undirritaður

18.05.2016

Fergin ehf., félag í eigu Íslandsbanka hf. og Tröllastakks ehf., hefur undirritað kaupsamning um sölu á 100% hlutafjár í Frumherja hf. til SKR1 hf. Eigendur SKR1 hf., eru annars vegar Tiberius ehf., sem er félag í eigu Andra Gunnarssonar, Fannars Ólafssonar, Kristjáns Grétarssonar og Þórðar Kolbeinssonar og hins vegar Skriður slhf., sem er félag í rekstri og umsýslu Íslenskra verðbréfa hf. Kaupverðið er trúnaðarmál og eru kaupin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með sölunni.

Undir starfsemi Frumherja heyrir ýmis konar skoðanastarfsemi, svo sem ökutækja-, fasteigna, skipa- og rafmagnsskoðanir, auk framkvæmdar ökuprófa, löggildingar mælitækja o.fl.Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin á meðan þau eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka:

„Íslandsbanki hefur markað sér stefnu um að selja eignarhluti sína í ótengdum rekstri með  gegnsæjum hætti innan eðlilegs tímaramma, og það er okkur mikið gleðiefni að hafa nú undirritað samning um sölu á eignarhlut bankans í Frumherja.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall