Góðgerðarfélög á kynningu Hjálparhandar

25.05.2016
Íslandsbanki bauð fulltrúum góðgerðarfélaga á fund í gær þar sem verkefnið Hjálparhönd var kynnt. Í Hjálparhönd leggur starfsfólk Íslandsbanka góðu málefni lið með því að starfa fyrir góðgerðarfélög í einn eða fleiri daga á ári. Með verkefninu vill bankinn vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, tók á móti gestum.

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar hélt erindi í upphafi fundar. Birna Einarsdóttur, bankastjóri, Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður VÍB, og Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar, héldu einnig erindi á fundinum.

Góðgerðarfélög hafa sýnt Hjálparhönd mikinn áhuga og verið er að móta fjölmörg verkefni með þeim. Sérhvert svið bankans er í samstarfi við eitt til tvö góðgerðarfélög allt árið. Þá kemur Hjálparhönd einnig að einstaka verkefnum hjá góðgerðarfélögum. Starfsfólk bankans býr yfir þekkingu og reynslu á mörgum og ólíkum sviðum sem góðgerðarfélög geta nýtt sér. Hvort sem það er markaðs-, fjármála-, eða lögfræðiaðstoð eða hvort vanti hendur til að mála húsnæði eða vinna önnur slík verkefni.

Íslandsbanki er einnig í samstarfi við Rauða krossinn þar sem stefnt er að því að senda starfsmenn til hjálparstarfa á erlendri grundu.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall