Íslandsbanki fær Hvatningarverðlaun jafnréttismála

25.05.2016

Íslandsbanki hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála í ár. Niðurstaða dómnefndar var einróma og þykir bankinn uppfylla þætti bæði í innra og ytra umhverfi fyrirtækisins sem stuðla að auknu jafnrétti.

Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem hefur stuðlað að auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum launum kynjanna, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Í niðurstöðum dómnefndar er tekið fram að Íslandsbanki leggi mikla áherslu á að kynna jafnréttisstefnu bankans fyrir nýjum starfsmönnum og stjórnendum til að tryggja þekkingu á áherslum fyrirtækisins strax í upphafi. Bankinn vilji jafnframt vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og hefur hann tekið þátt í ráðstefnum og fundum um málaflokkinn. Þá hefur Íslandsbanki skrifað undir Jafnréttissáttmála UNWomen og UN Global Compact.

Í niðurstöðunum er einnig tekið fram að bankinn hafi aukið áhuga og eflt konur í frumkvöðlastarfi með því að standa fyrir frumkvöðlanámskeiði og –keppni kvenna í samstarfi við Opna Háskólann í Reykjavík og FKA. Íslandsbanki hefur einnig styrkt sérstaklega þátttöku afrekskvenna í íþróttum. Þá voru fundir bankans í samstarfi við Ungar athafnakonur um jafnréttismál og ungt fólk afar vel sóttir og vöktu mikla athygli.

Íslandsbanki hlaut Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC árið 2015. Í bankanum er lögð áhersla á vellíðan í starfi, sveigjanleika til að samræma vinnu og fjölskyldulíf og eru feður jafnt sem mæður hvött til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála eru nú veitt í þriðja sinn. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem setja jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við er mjög stolt af því að fá þessa viðurkenningu fyrir okkar störf í þágu jafnréttismála. Starfsfólk Íslandsbanka hefur unnið markvisst að því að stuðla að jafnrétti á vinnustaðnum og það er okkar trú að þetta markmið eigi að vera hluti af menningu fyrirtækisins. Við horfum ennþá upp á launamun kynjanna í íslensku atvinnulífi sem er óásættanlegt. Vonandi munu fyrirtæki leggjast í þá vinnu sem þarf til að útrýma

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall