VÍB veitir hjálparhönd

01.06.2016

Starfsmenn VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, lögðu Styrktarfélagi lamaðra- og fatlaðra lið við Reykjadal sem er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni. Árlega dveljast í Reykjadal um 250 börn á aldrinum 8-21 árs. Um 25 starfsmenn VÍB unnu að viðhaldi og þrifum til að undirbúa sumardvölina.

 Verkefnið er hluti af Hjálparhönd þar sem starfsmenn veita góðum málefnum lið. Hver starfsmaður fær einn eða fleiri daga á ári til að vinna með góðgerðarfélagi og nýta krafta sína til góðs.

 Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá VÍB:

„Gleði – jákvæðni – ævintýri eru orð sem lýsa þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal og unnum við þetta verkefni í þeim anda. Við hjá VÍB litum ekki síður á þetta sem hópefli þar sem þarna gafst okkur tækifæri til að vinna saman að öðruvísi verkefni en við erum vön dags daglega. Dagurinn var vel heppnaður og það var virkilega ánægjulegt að fá tækifæri til að veita þeim aðstoð.“

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall