Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt

02.06.2016

Íslandsbanki kynnti þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir 2016-2018 á morgunverðarfundi í morgun. Fundurinn var haldinn í Hörpu og var vel sóttur. Fram kemur í þjóðhagsspánni að hagvöxtur í ár verði 5,4% en það verður þá mesti hagvöxtur sem mælst hefur í heilan áratug á Íslandi. Því er spáð að vöxtur kaupmáttar launa muni nema 9,1% sem er knúinn áfram af hækkun launa á árinu samhliða hóflegri verðbólgu. 

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka, opnaði fundinn, Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, fór yfir efnhagshorfur og Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu, fjallaði um gengisþróun krónunnar.

Að endingu voru pallborðsumræður þar sem þátttakendur voru: 

  • Agnar Tómas Möller, CIO og sjóðsstjóri hjá GAMMA
  • Helga Óskarsdóttir, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
  • Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá
  • Pallborðsumræðum stýrði Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka

Hér má nálgast þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka ásamt upptöku af kynningarfundi o.fl. tengt spánni.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall