Útibú Íslandsbanka í Laugardal

08.06.2016

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi  mun sameinast  útibúi Íslandbanka á Suðurlandsbraut í upphafi næsta árs. Þessar breytingar eru gerðar í framhaldi af flutningi höfuðstöðva Íslandsbanka af Kirkjusandi í Norðurturninn með haustmánuðum. Á næstu mánuðum verður unnið að endurhönnun útibúsins að Suðurlandsbraut og stefnt að því að útibúið á Kirkjusandi muni færast þangað frá og með janúar en mun starfa á Kirkjusandi fram að þeim tíma.

Útibúið mun fá nafnið Laugardalur og mun hönnun þess taka mið af breyttum áherslum í þjónustu bankans sem snýst í auknum mæli um ráðgjöf og að viðskiptavinir geti nýtt sjálfsafgreiðslu fyrir einfaldari aðgerðir og þjónustu.

Útibúið í  Laugardal verður miðsvæðis í Reykjavík og mun veita einstaklingum og fyrirtækjum öfluga þjónustu sem fyrr.  Útibússtjóri sameinaðs útibús verður Björn Sveinsson, aðstoðarútibússtjórar verða Vilborg Þórarinsdóttir og Þórður Kristleifsson. Dröfn Guðnadóttir verður viðskiptastjóri einstaklinga.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankans:

Við lítum á þessar breytingar sem tækifæri fyrir Íslandsbanka til að mæta þeim breyttu kröfum sem viðskiptavinir gera til fjármálaþjónustu. Útibúið verður framsýnt og við hlökkum til að veita góða og faglega þjónustu í nýju útibúi."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall