Skjáspegill – ný þjónusta hjá Íslandsbanka

20.09.2016

Íslandsbanki, í samstarfi við sprotafyrirtækið CrankWheel, hefur innleitt nýja þjónustu í þjónustuveri bankans sem nefnist Skjáspegill Íslandsbanka. Skjáspegill er ný lausn sem gerir ráðgjöfum okkar í þjónustuveri kleift að deila upplýsingum úr vafra. Með Skjáspegli Íslandsbanka geta ráðgjafar Íslandsbanka farið yfir málin og leiðbeint og aðstoðað viðskiptavini á einfaldan og öruggan hátt í síma eða Netspjalli.

Þetta kemur sér t.a.m. vel þegar farið er yfir sparnaðarleiðir eða ólíka húsnæðislánakosti og almennt þegar ráðgjafar fara yfir þær vörur og þjónustu sem bankinn býður.
Einfalt og öruggt í notkun.

Skjáspegill er einfaldur í notkun þar sem ráðgjafinn sendir viðskiptavinum tengil í SMS eða tölvupósti.  Viðskiptavinir þurfa þannig ekki að hlaða niður sérstöku forriti til þess að nota Skjáspegil. Hægt er að nota Skjáspegill í öllum tækjum óháð tegund eða stýrikerfum. Skjáspegill virkar í hvaða vafra sem er.  Öll samskipti í gegnum Skjáspegil eru dulkóðuð og lausnin uppfyllir strangar öryggiskröfur Íslandsbanka.

 

Á meðfylgjandi mynd eru Þorgils Sigvaldason og Jói Sigurðsson frá CrankWheel ásamt Malenu B. Baldursdóttur og Hallfríði Jónasdóttur hjá Þjónsutuveri Íslandsbanka.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall