Ný-Fiskur í söluferli

23.09.2016

Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi félagsins, Ný-Fiskur, í Sandgerði. Fyrirhuguð sala er liður í stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group að fullu, að einfalda rekstur félagsins. Ný-Fiskur er eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um undirritun samnings vegna sölu á Icelandic Ibérica á Spáni til framleiðenda á Íslandi. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um söluferli alls hlutafjár í Ný-Fisk.

Ný-Fiskur sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum. Félagið nýtir um 6.000 tonn af hráefni árlega og eru tekjur fyrir árið 2016 áætlaðar um 3.000 m.kr. Stór hluti afurða er fluttur með flugi til viðskiptavina í Belgíu og annarra Evrópulanda. Ný-Fiskur rekur vel útbúna vinnslu að Hafnargötu 1 í Sandgerði. Félagið gerir út línubátinn Von GK-113 í gegnum dótturfélag sitt, Útgerðarfélag Sandgerðis, sem er með um 800 þorskígildistonn af aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu. Hjá félaginu starfa um 70 manns og framkvæmdastjóri þess er Þorsteinn Magnússon.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í gegnum netfangið nyfiskur@islandsbanki.is eða í síma 440-4011.

 

Um Icelandic Group:

  • Icelandic Group er eignarhaldsfélag sem heldur utan um dótturfyrirtæki félagsins í Bretlandi, Belgíu, á Spáni og Íslandi sem öll sérhæfa sig í framleiðslu og sölu á sjávarfangi. Samanlögð velta Icelandic Group nam um €500 milljónum árið 2015.
  • Icelandic Group er einnig móðurfélag ITH (Icelandic Trademark Holding) sem er eigandi vörumerkjanna ´Icelandic´ og ´Icelandic Seafood´ og heldur utan um alla markaðssetningu vörumerkjanna og þjónustu gagnvart leyfishöfum og öðrum framleiðendum á Íslandi.
  • Í Bandaríkjunum er Icelandic Group í samstarfi við Highliner Foods sem er leyfishafi og selur vörur undir vörumerkinu ´Icelandic Seafood´ inn á hótel og veitingahúsamarkað.
  • Icelandic Group er í 100% eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). FSÍ er fjárfestingarsjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall