Þjóðhagsspá Íslandsbanka kynnt á Fjármálaþingi

28.09.2016

Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4.9% og á næsta ári er spáð 5,1% hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0%. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram. Hér má nálgast skýrsluna.

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, fór yfir efnhagshorfur á vel sóttu Fjármálaþingi sem haldið var í dag. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kynnti fyrirhugaða flutninga bankans í nýjar höfuðstöðvar og Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði, og Nikulás Árni Sigfússon, sérfræðingur hjá Mörkuðum, fóru yfir leiðir fyrirtækja til að mæta óvissu og breytingum í efnahagsumhverfi.

Í lokin voru umræður um efnahagshorfur og áhrif þeirra á rekstur íslenskra fyrirtækja. Í umræðunum tóku þátt:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og formaður Samtaka atvinnulífsins
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall