100. fundur „Fjármál við starfslok”

18.10.2016 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

 Fræðslufundurinn „Fjármál við starfslok”, á vegum VÍB,  var haldinn í 100. sinn í morgun. Frá því fundarröðin hóf göngu sína hafa yfir 4400 gestir sótt fundina og um 3000 manns horft á þá á netinu.

Breyttar greiðslur og skerðingar hjá Tryggingastofnun var efni 100. fundarins.

Nýlega voru samþykkt ný lög um almannatryggingar og ræddi Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um þær umfangsmiklu breytingar sem þeim fylgja. Meðal  þess sem útskýrt var fyrir gestum fundarins voru breytingar á greiðslum og skerðingum, hækkun lífeyrisaldurs og meiri sveigjanleiki við töku lífeyris.

Efni fundarraðar VÍB um fjármál við starfslok hefur m.a. verið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, Tryggingastofnun og almenna ávöxtun á lífeyrisaldri.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB:

“Við finnum fyrir miklum áhuga á fræðslu okkar um starfslok og sífellt fjölgar þeim sem óska eftir erindum. Því miður flækjast fjármál fólks töluvert þegar komið er á lífeyrisaldur og til að fyrirbyggja mistök er mikilvægt að kynna sér málin vel. Við leggjum okkur fram við að ræða þessi flóknu kerfi á mannamáli og það hefur gefði góða raun.”

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall