Ný skýrsla Greiningar um íbúðamarkaðinn

18.10.2016

Íslandsbanki kynnti nýja íbúðamarkaðsskýrslu í dag. Spáð er 9,3% hækkun á verði íbúðarhúsnæðis í ár, 11,4% á næsta ári og um 6,6% 2018. Bætt fjárhagsleg staða heimila, vöxtur ferðaþjónustu og fólksfjölgun eru m.a. ástæður hækkunar á húsnæðisverði.

Ef leigumarkaðurinn er skoðaður kemur í ljós að einungis um 23% fólks á leigumarkaði kjósa að leigja fremur en að eiga fasteign. Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðaverð hefur hækkað 12 prósentustigum umfram laun á höfuðborgarsvæðinu og 10 prósentustigum á Norðurlandi eystra frá árinu 2010. Á öllum öðrum landsvæðum hafa laun hækkað hlutfallslega meira en íbúðaverð og því auðveldara að kaupa íbúð á þeim landsvæðum en á árinu 2010.

Þá kemur fram að þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík. Þetta er tæp 80% fjölgun frá því í ágúst 2015. Fermetraverð íbúða innan höfuðborgarsvæðisins er hæst í 101 Reykjavík eða 462 þúsund krónur og lægst á Vestfjörðum, 90 þúsund krónur.

Skýrsluna, upptökur frá fundinum og annað áhugavert efni um skýrsluna má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall