S&P hækkar lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/A-2 með jákvæðum horfum

25.10.2016 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&PGR) hefur hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/A-2 úr BBB-/A-3 með jákvæðum horfum.

Hækkun á lánshæfismati bankans byggir að mestu á batnandi rekstrarumhverfi í íslenska bankakerfinu, lækkandi skuldastöðu fyrirtækja og heimila og auknu aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum. Af þessum sökum hækkar kjölfestueinkunn (e.anchor) fyrir íslenskar fjármálastofnanir um tvö þrep (e.notch) í bbb- úr bb+, sem myndar grunninn að lánshæfismati Íslandsbanka.

Jákvæðar horfur á einkunn bankans endurspegla jákvæða þróun í íslensku efnahagslífi og bankakerfinu, og að bankinn viðhaldi öflugum eiginfjárhlutföllum meðan bankinn undirbýr sig fyrir mögulegt söluferli.

S&PGR greina ennfremur frá því að eiginfjárstaða Íslandsbanka sé afar sterk. Einkunn bankans fyrir eigið fé og rekstur (e. Capital and earnings) fer því í ‘mjög sterk’ úr ‘sterk’ sem hækkar kjölfestueinkunn hans í 'bbb+', sem er tveimur þrepum ofar en bbb- kjölfestueinkunnin. En í ljósi mögulegra breytinga á framtíðareignarhaldi og eiginfjárhlutföllum, kemur til aðlögun um eitt þrep sem leiðir af sér lánshæfismatseinkunnina BBB. Vogunarhlutfall Íslandsbanka er afar gott í alþjóðlegum samanburði og nefnir S&PGR að það geti verið tækifæri fyrir Íslandsbanka að ná fram hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni bankans til undirbúnings fyrir mögulegt söluferli.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri
„Það hefur náðst markverður árangur á síðustu tólf mánuðum, bæði í rekstrarumhverfi bankans og fjármögnun hans. Skuldastaða íslenska ríkisins, fyrirtækja og heimila í landinu hefur stórbatnað á undanförnum árum og lög um skref til afléttingu hafta hafa verið samþykkt. Þá gaf bankinn nýlega út 500 milljón evra skuldabréf sem var mikilvægt skref í átt til þess að vera að fullu fjármagnaður á markaði. Hækkun á lánshæfiseinkunn S&P í BBB/A-2 með jákvæðum horfum, er í takt við þá hagstæðu þróun á vaxtaálagi og aukinn áhuga erlendra fjárfesta á skuldabréfum bankans sem við höfum þegar séð á undanförnum mánuðum.

Þrátt fyrir afar hátt eigið fé, hefur Íslandsbanki haldið áfram að skila góðri arðsemi sem samhliða skynsamlegri lausafjárstýringu gerir bankann vel í stakk búinn til að takast á við möguleg áhrif vegna afléttingu hafta.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall