Íslandsbanki tekur upp fast lántökugjald við húsnæðislánveitingar

26.10.2016

Lántökugjald við húsnæðislánveitingar hefur verið breytt í fasta krónutölu í stað hlutfalls af lánsfjárhæð eins og tíðkast hefur hingað til. Almennt lántökugjald við nýjar húsnæðislánveitingar verða 65.000 kr. í stað 0,75% af lánsfjárhæð áður. Fyrstu kaupendur munu áfram fá lántökugjaldið fellt niður að fullu.

Fyrir stóran hóp lántakenda er um umtalsverða lækkun á lántökugjaldi að ræða. Fyrir meðalfjárhæð á nýju húsnæðisláni, um 20 m.kr., þýðir breytingin um 57% lækkun á lántökugjaldi, úr 150 þúsundum kr. og niður í 65 þúsund kr.

Þá mun bankinn veita helmingsafslátt á lántökugjaldi við endurfjármögnun húsnæðislána og verður gjaldið því 32.500 kr. við endurfjármögnun. Með þessari breytingu vill bankinn koma til móts við þá viðskiptavini sem nú þegar eru með húsnæðislán hjá bankanum og veita þeim góð kjör kjósi þeir að færa sig á milli lánsforma og endurfjármagna lán sín.

Stefna Íslandsbanka er að vera númer 1 í þjónustu og býður bankinn upp á víðtæka húsnæðisþjónustu bæði í útibúum bankans og á vefnum. Sem dæmi um það þá eru starfandi sérhæfðir ráðgjafa í húsnæðisþjónustu í öllum útibúum og þjónustuveri bankans sem aðstoða fólk við allt sem viðkemur fjármögnun íbúðarhúsnæðis og nú nýlega kynnti bankinn nýtt netgreiðslumat sem er án endurgjalds út árið 2016.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall