Starfsmenn Íslandsbanka hluti af Veraldarvakt Rauða krossins

01.11.2016

Tveir starfsmenn Íslandsbanka, Hrafnhildur Garðarsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækja á Suðurlandsbraut, og Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður í Áhættustýringu, eru orðnir hluti af Veraldarvakt Rauða krossins. Þau munu þannig koma til greina í alþjóðlegt hjálparstarf á vegum hans á sviðum upplýsingatækni og fjármála.

Hrafnhildur og Kristján Rúnar luku nýlega við þátttöku í sendifulltrúanámskeiði Rauða krossins þar sem þátttakendur voru m.a. settir í þær aðstæður sem þau mega búast við sem starfsmenn Veraldarvaktar: „Við fengum mjög skýra leiðsögn í því hvert hlutverk starfsmanna Rauða krossins er, hvað við megum gera og hvernig við eigum að bregðast við í öllum mögulegum aðstæðum,” segir Hrafnhildur. Hún segir hlutverk starfsmanna á Veraldarvakt fjölbreytt: „Verkefnin geta verið allt frá því að heimsækja fanga í fangelsi og koma skilaboðum til fjölskyldu þeirra yfir í fjármálaætlanagerð í tengslum við verkefni Rauða krossins á vettvangi,” segir Hrafnhildur.

Kristján Rúnar hefur áður unnið að hjálparstarfi þegar hann hafði aðkomu að uppbyggingu að barnaheimili og skóla á Indlandi. Hann segir að á námskeiðinu hafi opnast fyrir honum ný sýn á verkefni Rauða krossins: „Þó flestir sjái fyrir sér starf Rauða krossins sem neyðaraðstoð þá fer líka stór hluti starfsins í að byggja upp og undirbúa samfélögin fyrir náttúruvá eða stríðsátök. Okkar aðstoð kæmi frekar að slíku uppbyggingarstarfi,” segir Kristján Rúnar.

Íslandsbanki fjármagnar þátttöku starfsmannanna í námskeiðinu og er framtakið hluti af Hjálparhönd. Hjálparhönd er verkefni innan Íslandsbanka þar sem starfsfólk leggur góðu málefni lið með því að starfa fyrir ákveðið góðgerðarfélag/félög í einn eða fleiri daga á ári.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauði krossins:

Það er afar ánægjulegt hvað  öflugt fólk alls staðar í  samfélaginu er til í að leggja starfi  Rauða krossins lið. Starfsfólk Íslandsbanka, í gegnum verkefnið Hjálparhönd , hefur og mun gefa félaginu af þekkingu sinni og tíma og fyrir það erum við þakklát

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall