Íslandsbanki tilnefnt Markaðsfyrirtæki ársins 2016

16.11.2016

Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í gær. Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki tilnefnd til verðlaunanna. Verðlaunin eru á vegum ÍMARK og eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í markaðsmálum undanfarin tvö ár. Valið byggir á ítarlegu ferli dómnefndar sem leggur mat á fagmennsku og árangur fyrirtækjanna í markaðsmálum.

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin.

ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst.

Dómnefndina skipuðu:

  • Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar.
  • María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK.
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og
    stjórnarmaður í ÍMARK.
  • Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels.
  • Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd
    Thoranna.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall