Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka fyrir 2016 komin út

22.11.2016
Aflaverðmæti ársins 2015 námu rúmum 151 mö. kr. sem er 9,2% aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka sem kom út í dag. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 líkt og síðastliðin sex ár.

Í skýrslunni kemur fram að Ísland er þriðja stærsta fiskveiðiþjóð í Evrópu með rúmlega eina milljón tonn í lönduðum afla. 87% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu fóru til 15 helstu viðskiptaþjóða Íslands á sviði sjávarafurða.

Þá kemur fram að aukin samþjöppun í greininni feli í sér aukna skuldsetningu en á sama tíma stuðli hún að meiri hagkvæmni í rekstri, aukinni framleiðni og bættri arðsemi félaganna. Þá eru stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur.

Sjávarútvegsskýrslan var kynnt í dag í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka fór yfir helstu atriði sem fram komu í skýrslunni. Í umræðum tóku þátt þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum stjórnaði umræðum og sá um fundarstjórn.

Skýrsluna má nálgast á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall