Íslandsbanki styður við Rising Stars

24.11.2016

Alþjóðlega verkefnið Rising Stars eða rísandi stjörnur, á vegum Deloitte, hélt uppskeruhátíð sína 16. nóvember s.l. Verkefnið er haldið í samvinnu við Íslandsbanka, Félag kvenna í atvinnulífinu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins.

Fyrirtækin CrankWheel og Florealis voru sérstaklega valin af dómnefnd sem sigurvegarar Rising Stars. Fyrirtækin tvö taka þátt í ráðstefnu í Helsinki 30. nóvember til 1. desember n.k. þar sem þau munu kynna starfsemi sína. Þá hljóta þau einnig 600.000 króna styrk frá Íslandsbanka.

Dómnefndina skipaði: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka, Bala Kamallakharan fjárfestir, Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, Helga Waage stofnandi og forstjóri Mobilitus, Hilmar Bragi Janusson, forseti fræðasviðs hjá Háskóla Íslands, Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rekstrarstjóri frumkvöðlasetra stofnunarinnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður Félag kvenna í atvinnulífinu.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall