Síldarstúlkurnar komnar heim

07.12.2016

Íslandsbanki afhenti Síldarminjasafninu á Siglufirði hið stóra og þekkta málverk „Konur í síldarvinnu" í gær. Myndin er eftir Gunnlaug Blöndal og hefur verið eitt af kennileitum á Siglufirði í hátt í 70 ár.

Myndin hefur prýtt húsakynni Útvegsbankans síðar Íslandsbanka og síðast Sparisjóðs Siglufjarðar. Hún er nú í Síldarminjasafninu en til stendur að setja hana upp í endurnýjuðu Salthúsi á Siglufirði á næsta ári.

„Konur í síldarvinnu" var afhent við formlega athöfn í gær í Síldarminjasafninu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, flutti stutt ávarp og því næst fóru Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, yfir sögu myndarinnar og þýðingu hennar fyrir heimamenn. Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, tók á móti verkinu.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Myndin af síldarstúlkum Gunnlaugs Blöndal er einstök mynd vegna þess að hún sýnir mikilvægi kvenna í samfélaginu á þeim tíma þegar mikið gekk á í bænum. Myndin hefur verið sýnd víða um heim og við getum verið stolt af því að síldarstúlkurnar hafi ferðast um heiminn og hlotið verðskuldaða athygli. Með þessari gjöf okkar til Síldarminjasafnsins erum við glöð að færa síldarstúlkurnar aftur til Siglufjarðar, þar sem þær eiga heima."

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra:
„Mynd Gunnlaugs Blöndal skipar sess í huga fjölmargra Siglfirðinga. Það er einkar ánægjulegt að Íslandsbanki sýni þann stórhug og skilning sem birtist í þeirri ákvörðun að afhenda Síldarminjasafninu myndina til eignar. Þar með er myndin komin heim og mun gleðja alla þá sem gera sér ferð á safnið. Ég vil því þakka stjórnendum Íslandsbanka og þá einkum Birnu Einarsdóttur fyrir þessa ákvörðun og jafnframt óska Síldarminjasafninu til hamingju með myndina."

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall