Íslandsbanki besti banki ársins að mati The Banker

08.12.2016 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi fyrir árið 2016 af The Banker, tímariti sem gefið er út af The Financial Times. 

Bankinn þykir hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu 12 mánuðum að mati dómnefndar. Á þetta bæði við um fjárhag hans og rekstur og einnig um fjölmargar nýjungar og verkefni sem ráðist hefur verið í á tímabilinu. Má þar nefna nýtt greiðslumiðlunarapp, Kass, rafrænt greiðslumat og skjáspegilinn sem einfalda bankaviðskiptin.  

Íslandsbanki var valinn besti bankinn af The Banker árið 2014 og hefur jafnframt verið valinn besti bankinn á Íslandi af Euromoney fjögur ár í röð. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

Við erum afar stolt og ánægð með að fá þessa viðurkenningu frá jafn virtum aðila og The Banker. Þetta er mikilvæg staðfesting á því að við erum á réttri leið og að þrotlaus vinna okkar framúrskarandi starfsfólks skili árangri. Fyrst og fremst er þetta okkur hvatning til að gera enn betur og halda áfram að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. 

Verðlaunin voru veitt í gærkvöldi í London að viðstöddum fulltrúum yfir 100 banka víðs vegar um heiminn. 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall