Íslandsbanki hlýtur alþjóðlega vottun í upplýsingaöryggi

09.01.2017

Íslandsbanki hefur hlotið vottun á stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 27001. Vottunin nær til allrar starfsemi og starfsstöðva bankans og er skýr yfirlýsing um það hversu mikilvægt það er Íslandsbanka að tryggja meðferð upplýsinga og öryggi þeirra.

„Við erum stolt af því að vönduð vinna við að koma á umfangsmiklu stjórnkerfi og innleiðingu vinnubragða samkvæmt því, skilar okkur nú staðfestingu á að upplýsingaöryggi bankans uppfyllir alþjóðleg viðmið,“ segir Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka.

Það er alþjóðlega vottunar­fyrir­tækið KPMG Audit Plc sem framkvæmir úttektir hjá Íslandsbanka og staðfestir vottunina. Vottunin er til þriggja ára og mun næsta úttekt fara fram eftir sex mánuði.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall