Fitch hækkar lánshæfismat í BBB með stöðugum horfum

27.01.2017 - Kauphöll

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 úr BBB-/F3 með stöðugum horfum.

Hækkun á lánshæfismati bankans byggir að mestu á batnandi rekstrarumhverfi á Íslandi og áframhaldandi hagvexti og bættri ytri stöðu þjóðarbúsins. Nýverið breytti Fitch Ratings horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar og staðfesti lánshæfiseinkunnina BBB+ fyrir erlendar skuldir.

Fitch greinir ennfremur frá því að Íslandsbanki hafi staðið vel að endurreisn bankans. Þá hafi fjárhagsleg endurskipulagning lánabókar gengið vel, búið sé að greiða upp skuldir tengdum stofnun bankans og flæði á kvikum krónueignum hafi verið vel stýrt.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri:
„Mikil vinna hefur farið fram síðustu ár við endurskipulagningu á eignahlið efnahagsreiknings bankans. Endurskipulagningu á lánasafni er nú lokið, vanskilahlutfall fer lækkandi og hverfandi hluti endurskipulagðra lána fer aftur í vanskil. Íslandsbanki hefur viðhaldið öflugum eiginfjár- og lausafjárhlutföllum til að takast á við möguleg áhrif vegna afléttingar hafta og áföllum í rekstarumhverfi.

Efnahagsumhverfi á Íslandi hefur haldist áfram hagfellt og staða bankans afar góð. Í því ljósi greiddi bankinn út 27 milljarða í arð í desember 2016 og tók þar með mikilvægt skref í átt að hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni sínum. Aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum er gott og bankinn nú að fullu fjármagnaður á markaði. Hækkun á lánshæfiseinkunn Fitch í BBB/F3 með stöðugum horfum, og hækkun S&P í október 2016 í BBB/A-2, er í takt við þessa hagstæðu þróun.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall