Vel sóttur fundur um ungt fólk og markaðssetningu

23.02.2017

Það þarf að ná til ungs fólks á þeirra heimavelli, sagði Guðmundur Guðnason, á fundi Íslandsbanka en hann stýrir rafrænni þróun Icelandair. Guðmundur flutti framsögu um nálgun Icelandair í markaðssetningu til yngri markhópa og tók í kjölfarið þátt í umræðum með þeim Atla Fannari Bjarkasyni, ritstjóra Nútímans og Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Símanum.

Birna nefndi mikilvægi þess að nýta þekkingu ungs fólks í markaðssetningu og Atli Fannar sagði að of algengt væri að fyrirtæki hefðu ekki úthald í markaðssetningu til ungs fólks, heldur legðu frekar áherslu á stök skilaboð en viðvarandi markaðssetningu eftir viðeigandi leiðum.

Húsfyllir var í Norðurljósasal Hörpu en fundurinn var auk þess sýndur í beinni útsendingu á Vísir.is.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall