Ársskýrsla og Áhættuskýrsla (Pillar 3) 2016

24.02.2017 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur gefið út Ársskýrslu og Áhættuskýrslu 2016. Í skýrslunum má finna áhugaverðar upplýsingar um starfsemi bankans og stefnu.

Áhættu- og Ársskýrsla Íslandsbanka 2016

Ársskýrsla 2016

Ársskýrsla Íslandsbanka er yfirgripsmikil samantekt um starfsemi bankans. Þar má sjá hvernig skýr stefna, framþróun og góður rekstur hefur skapað Íslandsbanka árangursríka aðgreiningu á bankamarkaði.

Góður árangur náðist í rekstri bankans á síðasta ári en bankinn var meðal annars valinn besti bankinn á Íslandi af bæði The Banker og Euromoney. Fjórða árið í röð eru viðskiptavinir bankans einnig þeir ánægðustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni .

Á síðasta ári kynnti bankinn framsæknar lausnir fyrir viðskiptavini sem einfalda þeim bankaviðskiptin. Má þar nefna greiðslumiðlunarappið Kass, sem á dögunum var valið besta appið á Íslandi, og netgreiðslumatið sem flýtir umsóknarferlinu um húsnæðislán.

Skýrslan fjallar einnig um stefnuáherslur bankans, sem eru margföldun, einföldun og heildun, hvernig þær styðja við framtíðarsýnina um að vera #1 í þjónustu og hafa áhrif á alla starfsemi bankans.

  • Margföldun – leggur áherslu á að efla viðskiptatengsl við núverandi viðskiptavini og auka verðmætasköpun
  • Einföldun - leggur áherslu á skilvirkni og hagkvæmni
  • Heildun - leggur áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu bankans í samfélagslegri ábyrgð

Áhættuskýrsla 2016

Samhliða ársskýrslu er gefin út sérstök Áhættuskýrsla sem veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans, eiginfjárstöðu hans, sem og lausafjárstöðu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2016 og helst lausafjár- og eiginfjárstaða bankans sterk.

Öflugur hópur starfsmanna bankans kom að gerð þessara tveggja stóru ársrita en er það von bankans að þær veiti góða innsýn í rekstur bankans fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila.

Hægt er að nálgast bæði Ársskýrslu og Áhættuskýrslu sem viðhengi, en einnig má finna allar fjárhagsupplýsingar á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall